Steinsmýrarvötn
Veðurspá
Sæki veðurspá...Sæki veðurspá...
Vatnasvæði sem samanstendur af tveim vötnum og lækjum sem renna í þau og úr. Vötnin eru mjög grunn, sennilega mest um 2 metrara á dýpt. Svæðið er þekkt fyrir góða sjóbirtingsveiði en einnig veiðist bleikja í Steinsmýrarvötnum (haustið 2009 veiddist 11 punda bleikja þar) og staðbundinn urriði sem getur verið nokkuð vænn. Einsog nafnið gefur til kynna þá er þetta mýrlendi sem getur verið erfitt yfirferðar. Veiðistaðir eru vel merktir og aðstaða til fyrirmyndar. Bátur er á svæðinu.

Meðal veiðistað má nefna Áll (2b) og Skurðinn.
Bleikjan á það til að liggja í Skurðinum. Einnig hafa veiðistaðir merktir númer 3,4 og 5 gefið vel.

Veiði seinustu ár:
2011: 944 fiskar, þar af 24 bleikjur.
2010: 1060 fiskar.
2009: um 1200 fiskar, þar af 233 sjóbirtingar, 54 bleikjur.
Veiðitímabil:
 01.04 - 20.10
Veiðileyfi:
 
Fjöldi stanga:
 4
Verð á veiðileyfi:
 6900 kr. - 9900 kr.
Tegund veiði:
 Sjóbirtingsveiði
Leyfilegt agn:
 Fluga, maðkur, spúnn.
Staðsetning
Lýsing:
 Stutt frá Kirkjubæjarklaustri
Landshluti:
 Suðausturland
GPS-hnit:
 63.641,-17.9747
Hæð yfir sjávarmáli:
 9 metrar
Akstursleiðbeiningar:
 Ekinn Meðallandsvegur (204) frá Kirkjubæjarklaustri.
Kort:
00001 Dsc01011 small Sala 024 Photo 20130406 094707 20130406 185001 557654 3435819347130 1619861408 2820201 1065942322 n Photo2 Photo8 Img 9131 Steinsmyri09 013 Stebbi bleikja Vfmotta fiskur
Nýlegar ferðir í Steinsmýrarvötn
Staður Dagsetning Fjöldi fiska Lýsing  
Steinsmýrarvötn 04.09.2015 1   Skoða veiðiferð...
Steinsmýrarvötn 04.07.2014 9 Alltaf gott í Steinsmýra...  Skoða veiðiferð...
Steinsmýrarvötn 20.06.2014 2 Fengum allskonar veður, ...  Skoða veiðiferð...
Steinsmýrarvötn 06.06.2014 1 f+orum fjórir vinnufélag...  Skoða veiðiferð...
Steinsmýrarvötn 05.04.2014 2 Arfaslök ferð, lítið fis...  Skoða veiðiferð...
Allar veiðiferðir
Vinsælar flugur og beitur:
Skráður afli á:
Spúnn (11), Dýrbítur (11), Fluga (7), Svartur Toby (6), Maðkur (3), Bleik og blá (1), Bidda-Fína hvít (1), Dentist (1), Blóðormur (1), Little brown trout (1)
Aflatöflur
Urriði
50
Sjóbirtingur
32
Bleikja
2