Andakílsá
Veðurspá
Sæki veðurspá...Sæki veðurspá...

Andakílsá er þægileg og aðgengileg laxveiðiá í Borgarfirði sem lætur ekki mikið yfir sér enda er hún afar lygn og róleg. Áin er sem einn samfelldur fluguveiðistaður og hefur notið sívaxandi vinsælda veiðimanna sem hana heimsækja.

Áin fellur úr Skorradalsvatni í Andakílsárfossa og liðast þaðan u.þ.b. 8 km löng um sléttlendið niður í Borgarfjörð. Áin skiptist í laxa og silungasvæði og er laxasvæðið um 4 km langt og nær frá Andakílsárfossum niður að brú við þjóðveg. Áin hentar afar vel til fluguveiða og fer það agn mun betur í ánni en nokkurt annað

Veitt er í ánni með tveim dagsstöngum frá 20. júní til 30. september ár hvert og fer Stangaveiðifélag Reykjavíkur með þriðjung veiðileyfa í ánni í samstarfi við Stangaveiðifélag Akraness sem hefur til umráða fjórðung veiðileyfa.

Helstu veiðistaðir eru Þrjú, Efri Fossbakkhylur og Nátthagahylur.

Veiðihúsið við Andakílsá er þægilega staðsett stuttan spöl frá ánni en frá húsinu sést vel til neðri hluta veiðisvæðisins. Svefnrými er fyrir 7 manns í tveimur svefnherbergjum. Í baðherbergi hússins er sturta og við húsið er gasgrill. Við húsið er heitur pottur. Í húsinu eru sængur og koddar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og allar hreinlætisvörur. Ræsta skal húsið rækilega fyrir brottför.

Daglegur veiðitími: Frá 20. júní til 14. ágúst er veitt frá kl. 7:00-13:00 og kl.16:00-22:00. Frá 14. ágúst til 14. september er veitt frá 7:00-13:00 og 15:00-21:00. Athugið að eftir 14. september er seinni vaktin færð fram um klukkutíma eða frá kl. 14:00-20:00.

Veiðitímabil:
 20.06 - 30.09
Veiðileyfi:
 www.svfr.is - www.svfa.is
Fjöldi stanga:
 2
Verð á veiðileyfi:
 17.900 - 53.900
Tegund veiði:
 Laxveiði
Leyfilegt agn:
 Fluga, maðkur.
Staðsetning
Lýsing:
 Borgarfjörður
Landshluti:
 Vesturland
GPS-hnit:
 64.5501,-21.701
Hæð yfir sjávarmáli:
 16 metrar
Akstursleiðbeiningar:
 Frá Reykjavík er ekinn Þjóðvegur (1) áleiðis til Borgarness. Ekin er Borgarfjarðarbraut (50) yfir Andakílsá og beygður er afleggjari til hægri inn á Skorradalsveg (508). Nokkur hundruð metra þaðan er afleggjarinn að veiðihúsinu á hægri hönd.
Kort:
Img 2637 small Img 2647 small Img 2583 small Img 2626 small 20140713 195939 1536 10201144887894951 790077020 n(1) Img 2615 small Img 2620 small Img 2616 small
Nýlegar ferðir í Andakílsá
Staður Dagsetning Fjöldi fiska Lýsing  
Andakílsá 05.07.2014 2   Skoða veiðiferð...
Andakílsá 23.06.2013 1   Skoða veiðiferð...
Andakílsá 11.06.2011 0 Gjörsamlega steindautt. ...  Skoða veiðiferð...
Andakílsá 12.09.2010 2 Byrjum á slagin 07:00. Þ...  Skoða veiðiferð...
Allar veiðiferðir
Vinsælar flugur og beitur:
Skráður afli á:
Svört frances (2), Green But (2), Sunray Shadow (1), Maðkur (1)
Aflatöflur
Lax
6