Veiðiferð skráð af: Jón Þórðarson

Veiðistaður

Dags:
 01.07.2018 07:00 - 04.07.2018 22:00
Staðsetning:
 Rétt vestan við Hvolsvöll - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Mættum galvaskir í "upphitunar" veiði fyrir seinni ferðina okkar í júlílok. Byrjuðum á svæði 6 að morgni. Áin einhverjir 29 rúmmetrar og hnéskyggni. Urðum ekki mikið varir við fisk þessa fyrstu vakt en það náðist einn urriði í Langhyl og svo elti lax spúninn í harða land rétt fyrir kl 13. Annað gerðist ekki þessa morgunvakt.
Eftir hádegi fórum við á svæði 5. Náðum strax 61cm hrygnu í dýjanesstrengnum, og svo öðrum 70cm laxi á Dýjanesbreiðu undir kvöldið. Náðust líka 3 bleikjur á þessum sömu stöðum.

Morguninn eftir áttu við svæði 4. Áin orðin fín hvað lit varðar og svæðið búið að vera hvað skást af öllum svæðum. Vorum búnir að setja í 2 laxa fyrir kl 07:20 en náðum reyndar bara öðrum þeirra á land. Um kl 09:30 náðist svo lax nr 2 á land á sama stað og áður, á Hofteigsbreiðunni. Fórum yfir alla staði á svæðinu og suma tvisvar en ekkert lífsmark annars staðar. Það var svo ekki fyrr en um kl 12:00 sem við settum í þriðja laxinn þennan morguninn, og reynar þann fjórða og fimmta líka áður en klukka sló 13:00.. alla á sama stað. Semsagt fimm á land og einn misstur þennan morguninn. Eftir hádegi áttum við svæði 3 og var frekar rólegt þar. Náðum einum á land og misstum annan. Þessi sem náðist var 91cm og þurftum við að elta hann niður á svæði 2 til að landa honum.

3.7/ Áttum svæði 2 morgunvaktina. Urðum ekki varir fyrr en um kl 11:30. Náðum þá 3 löxum fram að hléi, alla á spúninn. Tveir komu úr Rimahyl og sá þriðji úr Lambhagabreiðunni. Misstum svo einn á Lambhagabreiðunni. Eftir hádegi áttum við svæði 1. Fórum mjög vel yfir Bátsvaðið en það virtist algerlega steindautt. Einu fiskarnir sem við náðum voru í Oddhól, einn lax og 2 bleikjur.

4.7/ Ákvað að taka auka dag í eystri og þurftum við að draga um hvaða svæði kæmi í okkar hlut. Stálheppinn í drættinum en svæði 4 kom í okkar hlut. Ég setti í 6 laxa þennan morguninn og náði 4. Þeir sem vorum með stöngina á móti mér fengu líka 4 laxa. Virtist vera að ganga fiskur þennan dag, enda varir við fisk nánast alls staðar.

Veður
veður Gola
Svalt (5°-9°)
Skúrir

Afli

Veiðimaður: Jón Þórðarson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði11.0 Hrygna Toby Langhylur Fiddi
Lax12.461.0 Hrygna Nei Metallica Dýjanesstrengur Siddi
Lax170.0 Hrygna Nei Toby Dýjanesbreiða Fiddi - í klak
Bleikja11.0 Hrygna Sunray Shadow Dýjanesbreiða Gísli
Bleikja11.0 Hængur Snælda Dýjanesbreiða Gísli
Bleikja11.0 Hrygna Toby Dýjanesstrengur Gísli
Lax12.562.0 Hængur Nei Metallica Hofteigsbreiða Fiddi
Lax178.0 Hrygna Nei Metallica Hofteigsbreiða Fiddi - í klak
Lax12.461.0 Hængur Nei Sunray Hofteigsbreiða Gísli
Lax178.0 Hrygna Nei Toby Hofteigsbreiða Nonni - í klak
Lax180.0 Hrygna Nei Toby Hofteigsbreiða Nonni - í klak
Lax191.0 Hængur Nei Sunray Strandasíki Gísli - í klak
Urriði11.0 Hrygna Toby Hrafnaklettar Nonni
Bleikja12.0 Hrygna Nei Rauður Frances Strandasíki Fiddi
Lax178.0 Hrygna Nei Toby Lambhagabreiða Fiddi - í klak
Lax183.0 Hrygna Nei Toby Rimahylur Nonni - í klak
Lax191.0 Hængur Nei Toby Rimahylur Nonni - í klak
Lax12.362.0 Hængur Nei Þýsk snælda Oddhóll Fiddi
Bleikja1 Hrygna Metallica Oddhóll Siddi
Bleikja1 Hængur Metallica Oddhóll Siddi
Lax183.0 Hrygna Dreka Snælda Tjarnarhylur Nonni
Lax12.158.0 Hrygna Nei Iða Tjarnahylur Nonni
Lax11.957.0 Hrygna Nei Dreka Snælda Hofteigsbreiða Nonni
Lax12.158.0 Hrygna Nei Toby Þreytandi Nonni
Lax14.075.0 Hængur Nei Toby Rimahylur Nonni
Lax12.260.0 Hrygna Nei Toby Rimahylur Nonni
Myndir

20180706 161757
Eystri Rangá, 01.0...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: