Veiðiferð skráð af: Hrafn H. Hauksson

Veiðistaður

Dags:
 17.05.2015
Staðsetning:
 í Reykjavík - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Eftir hádegi í vorveiðinni í Elliðaánum. Flottur dagur, heldur hvasst en upp ána svo hægt var að kasta. Ég var með þristinn og svartar púpur nr 14-18. Ég landaði yfir 30 fiskum yfir þennan hálfa dag. Margir voru of litlir til að skrá en ég skrái þó samviskusamlega 16 stykki. Pund og upp í rúm tvö var stærðin. Höfuðhylurinn svoleiðis kraumaði um kvöldið en flestir fiskana voru veiddir milli hálf 7 og hálf 9, þá kólnaði og það hægðist á klakinu sem greinilega var í gangi.
Auk þessara sem ég náði missti ég ógrinni af fiski, ágætis fiska en einn var þó sýnu stærstur. Hann setti ég í í austari kvíslinni ofan við Hólmataglið. Ég hafði fylgst með honum í smá stund þar sem hann svolgraði í sig flugum í yfirborðinu. Örugglega fimm punda fiskur sem ruslaðist niður kvíslina og undir brúna þar sem hann stökk og losnaði.

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Hrafn H. Hauksson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði16 Nei

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: