Veiðiferð skráð af: Stefán Gauti Sveinsson

Veiðistaður

Veiðistaður:
Staðará í Steingrímsfirði*
Dags:
 10.09.2014 07:00 - 11.09.2014 21:00
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Óflokkað
Lýsing

Þessi tók blandað afbrigði af kettinum og black ghost. Hann byrjaði á að elta Sunray Shadow hjá mér í nokkur skipti en vildi aldrei taka þá setti ég klassískan rauðan francis á, kastaði nokkrum sinnum og hann tók í 3 kasti en lak af eftir 10 sek. Eftir það reyndi ég ýmislegt og virtist sem fiskurinn væri orðinn styggur eftir fyrri læti. Þegar ég kastaði hinsvegar kettinum þá varð hann alveg truflaður og réðst á hana þónokkrum sinnum án þess að taka eða þangað til í svona 4 kasti en þá gleypti hann bókstaflega fluguna. Náði honum svo á land 40 mínutum seinna eftir þónokkuð vesen þar sem enginn háfur var meðferðis og ekki hægt að stranda honum almennilega neinstaðar.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Stefán Gauti Sveinsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax197.0 Hængur Nei Kötturinn/Black ghost Krosshólmafljót Nr. 9
Myndir

20140911 112002
Staðará í Steingrí...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Halldór Gunnarsson 22.09.2014 kl. 14:18.
River Monster :) Til lukku!
Stefán Gauti Sveinsson 22.09.2014 kl. 15:35.
Takk fyrir það, þetta var alveg magnað
María Petrína Ingólfsdóttir 22.09.2014 kl. 20:02.
Hjálpi mér ekkert smá tröll ! Til hamingju með þennann flotta fisk.
Stefán Gauti Sveinsson 23.09.2014 kl. 18:07.
takk fyrir
Guðjón Þór Þórarinsson 23.09.2014 kl. 21:27.
Þvílíkur dreki, þú hefðir getað farið á honum í bæinn, til hamingju með þetta.
*Nánari lýsingu fyrir þennan veiðistað vantar á Veiðibók.is. Smelltu hér til að skrá þær og hjálpa okkur að bæta vefinn.