Veiðiferð skráð af: guðmundur g ludviksson

Veiðistaður

Veiðistaður:
Dags:
 14.09.2014 15:00 - 15.09.2014 13:00
Staðsetning:
 Mýrar - Vesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fékk 2 vaktir í Langá,aldrei komið þangað og sýndist vera ansi mikið vatn miðað við allavega sem hafði séð á myndum og myndböndum.
Rétt var að engin leið að komast yfir nema smá hluta á 2 vöktum,fyrri vaktin fór í svæðið fyrir neðan hús,og varð var við fisk allvega í 3 hyljum en enga almennilega töku,svo var þessi tækni að vera með örflugur or micro túbur illa að skila sér í svona miklu vatni,erfitt að stjórna rennslinu..en gaman að koma þarna og þessar fáu stangir sem voru í action skiluðu engu þessa vakt.
Næsta dag,vakna ég einn í býtið en samt fór út um hálf átta og átti fjallið,glæsilegt umhverfi,æðislegt svæði,en komst bara upp hálfa leið,þar sem treysti ekki jepplingnum mínum yfir vaðið,náði mér upp á mið læri þar sem var dýpst þegar óð yfir :-),
Jæja,allavega hafði þarna 4-5 hylji innan göngufæris en veðrið ekki alveg "cool" assgoti hvasst upp ána svo varð að nota svona upstream tækni til að koma öllum micróunum mínum út....
Fékk svo smá töku og elti að landi tvisvar,en náði bara ekki að halda góðu rennsli þar sem stóð við ánna,rölti upp í næstu 2 hylji en þar gerðist ekkert,en var með hugann við að fara á hinn bakkan á niðurleiðinni og taka hylinn tæknilega sem hafði verið líf í rétt áður :-)
Efir að hafa komið micro keilutúbu með svörtum hárum og nokkrum glitþráðum á tauminn,var kastað 45° uppí strauminn,látið sökkva á dauðareki þar til var komið á circa þar sem áætlaði að myndu liggja í smahléi frá straumnum var strippað í buginn og bamm...4 pd hængur neglir þetta og tók loftfimleikastökk í sífellu en varð að lokum sigraður eftir röska baráttu og endaði í plasti.
Næsta var bara gera alveg eins ! var rykkt í en festist ekki,kastaði svona 10 sinnum á sama hátt,ekkert gerðist svo lét bara þá sökkva og reka eftir botninum og þá var hún mætt þegar 3 köst þannig höfðu farið þannig,miklu rólegri var frúin og svona þumbaðist bara,landaði og sleppti henni aftur enda alveg kasólétt og vel tönuð :-)kannski örlítið stærri en hængurinn,allvega lengri.
Fór svo að lokum að skifti yfir í lítla green butt keilu n0 16 og barði þarna yfir smátíma í viðbót..en ekkert gerðist,tók þá eftir að neðst í hylnum var nokkuð stór steinn alveg við brotið uppá grynningar,ákvað að miða á að svípa akkurat fyrir framan þennan stein með þessari hálf upstream tækni minni í rokinu.
Var ekki alveg hitta fyrstu köstin,en að lokum kom akkurat rennslið svo leið og kom yfir punktinn þaut fiskur upp en náði ekki alveg,ég stoppaði að draga og þá kom bara og sótti þetta 2m niður fyrir steininn í alveg hörku straum og grunnu vatni,en rauk svo upp með þetta í kjaftinum aftur upp við steininn,þar stoppaði og lagðist einhvern tíma,ég vissi líka og sá að þessi var hængur,með skolta og alles og allavega helmingi stærri en hinir.
Svo var ekki að taka mikið á móti honum með sjöunni,böttinum no 16, og 6pd polytaum.
Hann réði ferðinni og fór að dansa yfir á hinn bakkann og svo kriss-kross á fullri ferð í svona rykkju rokkum,bakka á milli,fór ekki langan radius,bara rauk,stoppaði,jafnvel snéri við og fór í hringi ?...fannst þessi lax haga sér undarlega man varla eftir svona viðbrögðum áður ?
Sá hann koma upp nokkrum sinnum og giskaði kannski 9-11 pd ? en svo þegar var búin að togast á við hann í ca 1/2 tíma fór að taka aðeins á honum,svo að lokum,skaust flugan úr honum í einni rokunni..og skoðaði fluguna..júpp,2 krókar brotnir af 3krækjunni litlu..svo sáttur bara og algjörlega vona að komist þarna aftur einhverntímann og eigi þá lengri tíma :-)

Veður
veður Rok
Hlýtt (10°-14°)
Skúrir

Afli

Veiðimaður: guðmundur g ludviksson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax12.060.0 Hængur Nei silwer shadow micro koteyrarstrengur
Lax12.5 Hængur Nei koteyrarstrengur

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: