Veiðiferð skráð af: Gísli Harðarson

Veiðistaður

Dags:
 12.07.2014 16:00 - 14.07.2014 13:00
Staðsetning:
 Í Fljótum, c.a. 40 km frá Siglufirði - Norðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Með pabba í Fljótum.
Sv. 4-3-2-1
Ýmiskonar veður, hægviðri og hálfskýjað að mestu en hvasst af austri í byrjun fyrstu vaktar. Svo minniháttar úrkoma á síðustu vakt. Á kvöldin kom þokan inn og allt var rennandi blautt á morgnana en þornaði síðar.
Töluvert vatn í ánni, þó minna en í fyrra og hún var nokkuð mjólkurlituð og mjög köld. Áin óvæð og brúin við rafstöðina hafði skolast niður fyrir Vegarprýði á sv4. Við reyndum bara að leita að stöðum þar sem eitthvað hlé var og kasta fyrir bleikjurnar þar. Svo köstuðum við aðeins fyrir lax á hefðbundnum laxastöðum (þeim sem voru enn veiðanlegir) Bara fjórir laxar höfðu verið skráðir í bókina í Berglandi en Siglfirðingarnir eru að mér skilst með aðra bók sem þeir bóka í.

sv4 (7 bleikjur)
Lögðum bílnum við Sléttu og gengum þaðan. Fundum fiska í Sléttuhyl(4) og í Maríudoppu(3). Misstum nokkra.

sv3 (10 bleikjur + 1 lax)
Byrjuðum í Berghyl(6) og fórum svo í Fitjahyl(lax). Þaðan í Prestlænurnar(2) og Molastaðahyl(1) en þeir tveir síðarnefndu voru lítið spennandi við þessar aðstæður svo við enduðum aftur við Berghylinn. Gamli tók hlussubleikju (59 cm) í Berhylnum og svo 82 cm lúsugan lax í Fitjahyl.

sv2 (9 bleikjur)
Þar sem brúin var farin lögðum við bílnum fyrst við veginn að vestan og gengum að Stekkjarhyl(2). Ókum svo hringinn yfir á hinn bakkann og gengum að Lönguflúðum(4) og Gjafar(2). Enduðum vaktina svo með að kíkja smá á Valdabreiðu(1)

sv1 (5 bleikjur)
Ótrúlega dauft. Vatnið enn mikið og grátt og kalt. Byrjuðum Undir klöpp að vestan en það var ekkert nema stríður straumur. Fórum svo hefðbundið í Bakkahyl og Steinseyrarbreiðuna að vestan en það var ekkert að gerast. Straumurinn kemur nú miklu meira inn í vesturlandið á Steinseyrarbreiðunni í staðinn fyrir að vera úti í miðjunni eins og áður. Við færðum okkur því yfir ána og köstuðum þaðan í Bakkahyl(1) og Steinseyrarbreiðuna(2) fórum svo á Breiðuna og Undir klöpp að austan(2)

Fínasta ferð við langt í frá optimal vatnsaðstæður. Það er enn slatti af snjó sem á eftir að koma niður. Til að mynda er Lágheiðin enn lokuð og ekki stefnt á opnun þar í bráð vegna íss. Sennilega batna aðstæður ekki fyrr en í ágúst. Af þessum 31 bleikju voru um 2/3 teknir á Glóðina (rauð), ýmist sem aðal fluguna eða sem dropper. Bleik glóð virkaði ekki og appelsínugul ekki heldur. Ég byrjaði að kasta með 99 #6 en aðstæður kröfðust þess að ég pakkaði þeirri stöng bara saman aftur og var með púpurnar á ZAxis #8 og notaði svo TCX 8119 fyrir laxinn.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Gísli Harðarson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja134.0 Glóðin Sléttuhylur
Bleikja137.0 Nei Glóðin Sléttuhylur
Bleikja145.0 Nei Glóðin Maríudoppa
Bleikja148.0 Nei Glóðin Maríudoppa
Bleikja149.0 Nei Glóðin Maríudoppa
Bleikja144.0 Nei Glóðin Molastaðahylur
Bleikja237.0 Pheasant tail Prestlænur
Bleikja130.0 Glóðin Berghylur
Bleikja137.0 Glóðin Berghylur
Bleikja145.0 Nei Glóðin Berghylur
Bleikja132.0 Glóðin Lönguflúðir
Bleikja150.0 Nei Glóðin Lönguflúðir
Bleikja140.0 Pheasant tail Stekkjarhylur
Bleikja138.0 Watson's fancy Undir Klöpp
Bleikja135.0 Glóðin Steinseyrarbreiða
Bleikja143.0 Nei Glóðin Bakkahylur
Myndir

2014 07 12 flj%c3%b3ta%c3%a1 1
Fljótaá, 12.07.201...
2014 07 12 flj%c3%b3ta%c3%a1 2
Fljótaá, 12.07.201...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: