Veiðiferð skráð af: Guðjón Þór Þórarinsson

Veiðistaður

Dags:
 15.06.2014 - 16.06.2014
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Skemmtilegur dagur hjá okkur gamla settinu í Hlíðarvatni í dag.
komum í hús um 7 í gærkv.
byrjuðum að veiða um áttaleitið, lítið að gerast um kvöldið, frúin setti í eina bleikju en missti hana.
byrjuðum snemma í morgun veðrið eins og pantað upp úr pöntunarlista logn og smá úði og upp úr 9 byrjaði bleikjan að taka, ég náði 2 fjögurra punda hængum og frúin náði 3 og missti 2, náðum að landa 8 bleikjum.upp úr hádegi fór takan að dala en það var allt í lagi við vorum meira en sátt.

Veður
veður Logn
Hlýtt (10°-14°)
Skúrir

Afli

Veiðimaður: Guðjón Þór Þórarinsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja12.154.0 Hængur Nei Tailor Botnavík
Bleikja12.054.0 Hængur Nei Tailor Botnavík
Bleikja11.451.0 Hængur Nei Tailor Botnavík
Bleikja10.950.0 Hrygna Nei Peacock Botnavík
Bleikja10.748.0 Hængur Nei Tailor Botnavík
Bleikja10.747.0 Hrygna Nei Tailor Botnavík
Bleikja10.645.0 Hængur Nei Blóðormur Botnavík
Bleikja10.435.0 Hængur Nei Tailor Botnavík
Myndir

Hl%c3%ad%c3%b0arvatn 16 j%c3%bani 003
Hlíðarvatn í Selvo...
Hl%c3%ad%c3%b0arvatn 16 j%c3%bani 004
Hlíðarvatn í Selvo...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Halldór Gunnarsson 16.06.2014 kl. 22:34.
Svakalega flott veiði!
Guðjón Þór Þórarinsson 16.06.2014 kl. 22:57.
Já takk fyrir það Dóri, og gaman að hitta loks ykkur félaga við Þingvallavatn um daginn.
Diddi Eðvarðs 18.06.2014 kl. 01:58.
Þetta er glæsilegur afli hjá þér, hlakka mikið til að veiða þarna í fríinu.
Halldór Gunnarsson 18.06.2014 kl. 07:33.
Sömuleiðis Guðjón, gaman að hitta ykkur tvö :)
Guðjón Þór Þórarinsson 18.06.2014 kl. 08:11.
Takk fyrir það Diddi, já þetta var skemmtilegur dagur hjá okkur, og það skemmtilega við þetta vatn er að maður þarf að hafa þolinmæðiskistuna kjaftfulla allavega þarna í botnavíkini
Diddi Eðvarðs 18.06.2014 kl. 18:30.
Já nákvæmlega, skemmir heldur ekkert fyrir stærðin á bleikjunni þarna oft.
Krummi Gnýs 18.06.2014 kl. 23:04.
Sæll, flott veiði :) Veistu hvernig þetta er með Hlíðarvatn, minnkar veiðin eitthvað þegar líður á sumarið? Hvernig er t.d. í júlí?
Halldór Gunnarsson 19.06.2014 kl. 07:09.
Krummi Gnýs ... veiðin í Hlíðarvatni getur verið alveg með ágætum í júlí og ágúst. Hún er jafnvel meiri en í júní. Bendi þér á eftirfarandi blogg frá mér frá því í fyrra: http://veidiflugan.wordpress.com/2013/02/06/hlidavatn-i-selvogi/ ... en ég lenti í svipuðu árið á undan líka.
Krummi Gnýs 19.06.2014 kl. 19:11.
Takk fyrir þetta :) Flott blogg :)