Veiðiferð skráð af: Guðmundur Ásgeirsson

Veiðistaður

Dags:
 14.07.2009
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fyrsti lax sumarsins, 11 punda hrygna, 82 cm. Veidd á veiðistað kallaður skerið. Við Villi vorum búinn að reyna við hana ásamt fleiri fiskum á staðnum í 2 tíma, en það voru sirka 5-6 fiskar þarna og þessi áberandi stærstur. Vorum búnir að kasta á þetta nokkrum tegundum af flugum og þá var maðkurinn reyndur. Við rendum honum alloft út til þeirra en ekkert gerðist nema það að það var silungur þarna sem át hann jafnharðan af önglinum. Svo þegar einn maðkur var eftir og klukkan orðin 10.15 um kvöldið þá var sá síðasti settur á og kysstur og knúsaður og rennt í ginið á þessari elsku og það var ekki að spyrja að því hún var ALL IN og kokaði draslið. Það tók mig svo sirka 15 mínútur að ná henni á land og hjartslátturinn allan tímann í einhverjum 200 slögum. Það er frekar erfitt að landa fiski á þessum stað, vegna kletta og þrenginga þarna þannig að það var frekar ljúft þegar þessi elska játaði sig sigraða.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Guðmundur Ásgeirsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax15.582.0 Hrygna Nei Maðkur Skerið Stærsti laxinn minn
Myndir

14072009 004
Stóra Laxá 4, 14.0...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: