Veiðiferð skráð af: Árni Kristinn Skúlason

Veiðistaður

Dags:
 15.07.2013
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Ég gat ekki staðist freistinguna á að fara að veiða! Fékk nýtt hjól í gær og veðrið var fullkomið! þrátt fyrir að það var rigning þá voru bakkarnir voru svartir af flugu! Samt sá ég bara nokkra fiska fara í yfirboðið. Byrjaði að kasta svörtum Dýrbít og setti í einn vænan en hann sleit úr sér, svo setti ég appelsínugulan nobbler og eftir nokkur köst þá tók enginn smá bolti! Takan var gríðarsterk og línin þeyttist úr höndunum á mér og á hjólið mitt, en eftir nokkrar veltur þá náði helv**** fiskurinn að slita út sér! Mikið tóku þeir grannt! En svo færði ég mig og setti sverari taum á og eftir örfá köst þá náði ég 2 punda urriða á hröðu strippi! Hann var frekar illa haldinn en venjulegur miðað við fisk úr Apavatni. Síðan á leiðinni til baka þá tók ég nokkur köst í læk sem rennur útí vatnið og þar setti ég í fisk sem rauk undir bakkan og náði að flækja tauminn minn í grávíði sem var við bakkan svo að línin slitnaði. Ekki besti veiðidagurinn minn en samt skemmtilegur!

Veður
veður Logn
Svalt (5°-9°)
Rigning

Afli

Veiðimaður: Árni Kristinn Skúlason

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði11.050.0 Hængur Nei Orange nobbler Slápur
Myndir

Img 1112
Apavatn, 15.07.2013

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: