Færði mig í Eyrarvatn þegar ég hafði gefist upp á Geitabergsvatni fyrr um kvöldið. Hér var allt annað veður þó stutt sé þarna á milli, mun hægari vindur og mildara. Mikið líf var í vatninu - þ.e.a.s. sumarbúðastrákarnir í Vatnaskógi á kajökum, en fiskurinn gerði lítið vart við sig.
![]() |
Gola Hlýtt (10°-14°) Skýjað |