Veiðiferð skráð af: Trausti Hafliðason

Veiðistaður

Dags:
 19.05.2012 12:00-17:30
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Óflokkað
Lýsing

Fór ásamt nokkrum góðum vinum í Sogið. Við hreinlega sáum ekki fisk en fréttum síðan þegar við komum í bæinn að fyrsti lax sumarsins hefði veiðst í Bíldsfellinu daginn áður. Við vorum sem sagt að kasta púpum í hausinn á löxum - eða þannig.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Halldór Gunnarsson 22.05.2012 kl. 07:15.
Bölvað vesen var þetta! Er sjálfur á leið í Bíldsfellið eftir nokkra daga ...
Trausti Hafliðason 22.05.2012 kl. 10:56.
Það er nú aldrei að vita nema hlýindin undanfarna daga komi þér til góða. Síðan myndi ég nú taka laxaflugurnar með, nú eða kasta bara Black Ghost, laxinn var einmitt tekinn á hana. Varla var hann einn að svamla þarna á föstudaginn.
Halldór Gunnarsson 22.05.2012 kl. 17:00.
Já ... ég vona svo sannarlega að ég verði heppinn. Og laxaflugur og annað gúmmelaði fær vissulega að fljóta með :)