Veiðistaður

Dags:
 03.07.2011 08:00-22:00
Staðsetning:
 Í Brynjudal í Hvalfirði - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Var með 6una, sökktaum og þunga túbu, 5una flotlínu og rauða francis þríkrækju. Byrjaði í Kliffossi, veiddi fyrst neðri hlutann á honum. fór svo uppá klettinn og efri hlutann af fossinum þaðan. Var með sökkenda og þunga túbú, nokkuð erfitt með flugustöng en tókst að koma flugunni n.v. þangað sem ég vildi en varð ekkert var. Eftir um 1klst labbaði ég af stað niðureftir. Veiddi fyrst á næsta merkta stað, lítill og nettur. Þar fyrir neðan var staður sem mér fannst annsi líklegur, kastaði líka á hann en það var sama sagan. Labbaði svo lengra niðureftir, niðurfyrir stóru beygjuna. Kom þar að nokkuð flottum stað. Fór mjög varlega að honum ofarlega, kastaði á hann og lét reka niður strauminn.
Sama sagan, varð ekkert var og sá ekkert líf.
Labbaði svo áfram niður að Bárðarfossi, veiddi einn merktan stað í viðbót, lítill og nettur og náði svo að festa og slíta aðeins neðar.
Hitt þá Stebba, hann hafði heldur ekkert orðið var og ekki séð fisk. Förum þá útá klettinn fyrir ofan fossinn og kíkjum hylinn, sá þá fljótlega lax, þeir voru þarna eftir allt saman.
Ég fór niður og byrjaði að kasta á þetta. Var að kasta þvert og láta reka með straumnum og svo draga inn rólega. Veiddi í tvo fiska fljótlega en þeir láku báðir af. Færði mig þá aðeins til svo ég gæti betur komið flugunni að fiskunum. Þá fékk ég högg einhver 4-6 köst í röð, var orðinn ansi hreint mjög pirraður. Í næsta kasti tók hann loksins og ég náði að bregðast rétt við og hann var á og virtist vera nokkuð vel fastur. Þetta var svolítil barátta, ég tók nokkuð vel á honum og leyfði honum ekki að fara í neina vitleysu. Hann stökk ekkert, bara dólaði þetta um miðjan hylinn í straumnum, tók nokkrar rokkur sem tóku svolítið á taugarnar. Eftir svolítinn tíma var hann farinn að koma nokkuð ofarlega í vatnið, náði þá fljótlega að stýra honum til Stefáns sem háfaði hann meistaralega. Þríkrækjan lak úr kjaftinum á honum um leið og hann var kominn í land, einn öngullinn var boginn í drasl og annar brotinn af.  Reyndi svo aftur við sömu fiskana örlítið seinna en það var einsog þeir væru ekkert til í að taka eftir þetta.
Kíktum í veiðihúsið í hléinu, voru komnir 8 fiskar í bókina, allir í Bárðarfossi eða neðar.
Eftir hlé byrjaði ég að veiða Brúarhyl og Kletthyl. Kíkti svo aftur uppí Bárðarfoss en fékk ekki högg. Var að prófa Francis þríkrækjur og keilutúbur. Veiddi svo hylinn fyrir neðan Bárðarfoss, af eyrinni án þess að verða var þar. Kíti aðeins aftur í Brúarhylinn, núna var háflóð, þá lítur svæðið fyrir neðan Brúnna allt öðruvísi út. Seinustu tvo tímana var svo aftur smá líf. Ég var á leiðinni uppeftir þegar ég ég sé að Stebbi veiðir í fisk í Bárðarfossi. Ákvað að bíða með að fara uppeftir og fylgjast með honum landa þessum fisk meistaralega. Eftir það kastaði ég aðeins á Bárðarfossinn, fékk nokkur högg en tókst ekki að fá þá til að haldast á. Þeir voru svolítið að stökkva núna og að koma uppí yfirborðið. Náðum samt ekki fleiri fiskum. Báðir fiskarnir komu á litlar þríkrækjur og allar tökurnar sem ég fékk voru líka á litar þríkrækjur.

Veður
veður Gola
Heitt (>=15°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Stefán Orri Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax11.960.0 Hrygna Nei Svört frances Bárðarfoss Lúsug, fluga stærð 14

Veiðimaður: Friðrik Runólfsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax12.669.0 Hængur Nei Rauð Frances Bárðarfoss Lús
Myndir

Img 4986
Brynjudalsá, 03.07...
Img 4989
Brynjudalsá, 03.07...
Img 5032
Brynjudalsá, 03.07...
Img 5039
Brynjudalsá, 03.07...
Sos lax
Brynjudalsá, 03.07...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Stefán Orri Stefánsson 05.07.2011 kl. 10:32.
Þetta var fín ferð þó maður hefði viljað taka fleiri. Fiskurinn minn barðist vel, stökk þrisvar og tók 25 mínútur að landa, en ég tók ekki fast á honum. Hann tók litla þríkrækju og ég fékk líka högg (og 3 laxaseiði) á aðrar litlar. Þetta var það eina sem virkaði þarna.