Svartur Killer
Tegund: Fluga
Lýsing:
Höfundur flugunar er Þór Nielsen og líkir hún eftir vatnabobba eða kuðung sem er t.d. aðalfæði kuðungableikjunar í Þingvallavatni. Einnig étur urriði vatnabobba eins og rannsóknir úr Laxá í Mývatnssveit hafa sýnt þó hann kjósi þar mýflugupúpurnar fram yfir. Flugan reynist þó vel víða og er tilvalið að hafa hana í fluguboxinu.
Uppskrift: Öngull: ein eða tvíkrækja
Búkur: vindlalaga úr ullarbandi, oftast svörtu en aðrir litir einnig notaðir eins og t.d. rauður.
Bak: hvítt bast eða annað hvítt efni
Búkvafningur: grannur silfurlitaður vír
Tvinni: svartur

Bastið, silfurvírinn og ullarbandið fest niður aftan á önglinum. Vindlalaga búkur byggður fram með ullarbandinu og festur framan á önglinum. Hvíta bastið lagt ofan á búknim og fest niður að framan. Silfurvírinn vafinn utan um með jöfnum vafningum og festur niður að framan þar sem haus er búin til og loks lokahnúturinn hnýttur og lakkaður.
Virkar í: Silung
Myndir
Killerblackpupa
Svartur Killer
Skráður afli:
Þingvallavatn(56) Ölvesvatn(16) Kleifarvatn í Breiðadal(5) Vífilsstaðavatn(4) Elliðavatn(3) Hlíðarvatn í Selvogi(2) Kleifarvatn á Reykjanesi(2) Arnarvatnsheiði(2) Leirvogsvatn(1) Pollur fásk(1) Hlíðavatn Hnappadal(1) Hafravatn(1)
Vinsæl í:
Hlíðarvatn í Selvogi , Þingvallavatn , Hólaá