Veiðistaður

Dags:
 04.09.2011 15:00 - 06.09.2011 13:00
Staðsetning:
 Gufudalur - Vestfirðir
Veiði:
 Sjóbirtingsveiði
Lýsing

Byrjaði á efri hlutan neðra svæðisins. Veiddi alla Rennuna og Stífluna. Fórum svo uppí efra svæðið og náði 2 fiskum, einum í Olnboga og einum í neðri foss. Áður en við hættum veiddi ég svo Ármótin í myrkri án þess að verða var.

Á heila deginum byrjaði ég í Affallinu, missti fljótlega eina fína bleikju þar sökum kæruleysis. Veiddi mig svo niður í Ármót áður en ég fór aftur í Affallið og náði bleikju á nákvæmlega sama stað og ég hafi misst hina á. Stærsta bleikja ferðarinnar.
Veiddi mig svo frá brú og uppúr, mjög lítið að gerast þar. Eftir hlé fórum við niður í Ós, tók eina bleikju þar en gáfumst fljótt upp á ósnum. Fór þess í stað í langan og gríðarlega hressan göngutúr, frá vatninu og að Uxamýri. Enginn merktur staður á þessari leið en við höfðum heyrt að stundum lægi bleikjan þarna á þessum tíma. Fundum ekki sporð.
Seinasta daginn veiddi ég Ármótin og skoðaði svæði vel þaðan og uppað vatni, sá engan fisk þar. Enduðum á að fara aftur uppá efsta svæðið, náði einn bleikju upstream á ómerktum stað, hafði séð fisk þar fyrsta daginn. Veiddi mig svo að Fremri foss, sá fisk í Rennunni, sennilega einir 4-5 fiskar.
Reyndum aðeins við vatnið en gáfumst fljótt uppá því.
Eftir stendur að svæðið er fallegt en það var lítið af fiski þarna og sá sem við fundum var smár. Norðan vindur alla daga nema þann seinasta þannig að það var svolítið erfitt að upstream-a.

Veður
veður Kaldi
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Friðrik Runólfsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja10.1 Bleik og blá Olnbogi, aðeins f neðan
Bleikja10.2 Nei Bleikur dýrbítur Neðri foss
Bleikja10.5 Nei Bleikur dýrbítur Affall Aðeins fyrir neðan á grynningum
Bleikja10.3 Nei Bleik og blá Ármót
Bleikja10.2 Nei Bleik og blá Ármót
Bleikja10.2 Nei Bleik og blá Ármót
Bleikja10.2 Nei Black ghost Ármót
Bleikja10.4 Nei Bleik og blá Óskráður Fram í dag, við klett. Upstream
Myndir

Img 5510
Gufudalsá, 04.09.2011
Img 5513
Gufudalsá, 04.09.2011
Img 5559
Gufudalsá, 04.09.2011

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Sigurgeir Sigurpálsson 08.09.2011 kl. 09:25.
Flottur :-) Þetta hefur verið skemmtilegt þó fiskarnir hafi ekki verið neinir boltar :-)